Fótbolti

Vorum ein­fald­lega ekki nægi­lega beittir í kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Georginio Wijnaldum mætti í viðtal eftir 3-1 tap Liverpool í kvöld.
Georginio Wijnaldum mætti í viðtal eftir 3-1 tap Liverpool í kvöld. David S. Bustamante/Getty Images

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum bar fyrirliðaband Liverpool er liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Wijnaldum viðurkenndi að Liverpool hefði einfaldlega ekki spilað nægilega vel í leik kvöldsins.

„Þetta var erfitt. Við spiluðum á móti góðu liði. Við spiluðum einfaldlega ekki nægilega vel í fyrri hálfleik. Við töpuðum boltanum alltof oft með einföldum sendingum. Það koma tvö augnablik þar sem við erum ekki að einbeita okkur nægilega mikið og það var nóg til að þeir skori tvisvar. Við vorum einfaldlega ekki nægilega beittir.“

„Í hálfleik ákváðum við að spila okkar bolta í síðari hálfleik og hætta að tapa boltanum svona auðveldlega og einbeita okkur betur. Þeir ógnuðu nokkrum sinnum með löngum boltum. Við spiluðum okkar leik nokkrum sinnum og það er ástæðan fyrir því að við minnkuðum við muninn. Því miður skoruðu þeir aftur og það gerir okkur erfitt fyrir.“

„Markið sem við skoruðum gefur okkur samt sem áður sjálfstraust þó við hefðum vonast eftir betri úrslitum í kvöld,“ sagði fyrirliði Liverpool að lokum eftir 3-1 tap Liverpool í Madríd.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.