Innlent

Ungar stúlkur í sjálfheldu á Helgafelli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ef marka má dagbók lögreglu voru gærkvöldið og nóttin fremur tíðindalítil.
Ef marka má dagbók lögreglu voru gærkvöldið og nóttin fremur tíðindalítil. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi þegar tvær ungar stúlkur lentu í sjálfheldu á Helgafelli í Mosfellsbæ. Stúlkurnar voru aðstoðaðar niður og ekið heim til sín en samkvæmt dagbók lögreglu amaði ekkert að þeim annað en kuldi.

Meðal annarra verkefna næturinnar var að vísa ölvuðum manni úr verslun í miðborginni eftir að sá hafði lagst til hvílu á lager verslunarinnar. Þá var kveikt í ruslatunnu í póstnúmerinu 109 en ekkert vitað um geranda.

Brotist var inn í fyrirtæki í 221 en ekki talið að þjófarnir hafi náð að hafa neitt á brott með sér, þar sem þeir létu sig hverfa þegar öryggiskerfið fór í gang.

Lögregla hafði einnig afskipti af ökumönnum sem reyndust réttindalausir og að minnsta kosti einn undir áhrifum fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×