Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 19:00 Valgerður kvartar ekki undan dvölinni á sóttvarnahótelinu, né yfir að þurfa að dvelja á öðru sóttvarnahóteli í Noregi eftir tíu daga. Hún hefði þó viljað mega fara út í göngutúr. Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hundrað sextíu og fimm manns dvelja nú á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík, eftir að reglugerð um að allir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum þurfi að fara þangað, tók gildi. Valgerður Pálsdóttir kom hingað frá Gardermoen í Ósló með millilendingu á Kastrúp í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Hún átti að koma til landsins 31. mars, degi áður en reglurnar tóku gildi, en fékk ekki PCR próf í tæka tíð. „Ég var að vona að ég fengi að fara í íbúðina mína í Hafnarfirði og er bara að ganga frá henni núna, er búin að selja, og ætlaði að verja þessum fimm dögum í það í sóttkvínni, en svona er þetta bara,” segir Valgerður. Hún segist sýna reglunum fullan skilning en segir það miður að fáir einstaklingar hafi þurft að eyðileggja fyrir með því að virða ekki sóttkví. „Ég er í sjálfu sér alveg búin að sætta mig við þetta. En málið er að þegar ég kom þá fékk ég að vita að við fengjum ekkert að fara út úr herberginu. Og mér brá við það, ég viðurkenni það. Ég sá fyrir mér að ég gæti farið út og gengið hérna með fram sjónum í kannski hálftíma á dag,” segir Valgerður, en upphaflega átti að leyfa fólki að fara út í að hámarki 30 mínútur á dag. „Það er vissulega svolítið hart að mega ekki fara út,” segir hún. Valgerður segist hafa það fínt, starfsfólkið sé indælt og fjölskylda og vinir passi að hún hafi nóg fyrir stafni. „Ég auðvitað geri mér grein fyrir því að það þarf að taka hart á hlutunum. Og það væsir svo sem ekkert um mig hér. Ég á mjög góða fjölskyldu og vini sem eru að bera í mig mat, bækur og annað og aðbúnaður er bara fínn. En ég finn til með þeim sem eru hérna með born og þurfa að vera hér innilokuð í fimm sólarhringa.” Sjálf ætlar hún að reyna að nýta daginn eins og kostur er. „Verður maður ekki að reyna að fara á fætur, klæða sig og gera einhverjar æfingar. Ég er að fá mjög spennandi bækur, er með sjónvarp, netið og öll tæki og tól. Síminn hringir mikið og það verður þannig næstu dagana. Ég kvarta ekki.” Sóttkvínni er þó ekki lokið hjá Valgerði, því þegar hún fer aftur heim til Noregs eftir tíu daga, tekur við önnur dvöl á sóttkvíarhóteli. „Ég má búast við tíu dögum á sóttkvíarhóteli þar. En maður leikur sér ekkert að því að fara í svona ferðalag. Þetta er af nauðsyn.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði