Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 17:54 Viðvera rússneska hersins við landamærin að Úkraínu hefur aukist á undanförnum vikum. Getty/Sergei Malgavko Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. Átök milli úkraínskra hersveita og aðskilnaðarsinna, sem hljóta stuðning Rússa, hafa nú aukist í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Bandaríkjanna, sem staðsettar eru í Evrópu, eru í viðbragðsstöðu vegna „aukinnar hættu“ sem stafi af Rússum á svæðinu. Talsmaður NATO sagði í samtali við fréttastofu Reuters að Rússar gangi þvert á tilraunir til þess að draga úr spennu og átökum í austur-Úkraínu. Sendiherrar aðildarríkja NATO funduðu að sögn talsmannsins á fimmtudag til að ræða stöðuna. „Bandamenn eru sammála um að stórtækar hernaðaraðgerðir Rússa við og í Úkraínu undanfarið séu áhyggjuefni,“ sagði hann. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tók undir áhyggjur NATO þjóða í dag og sagði hann „heræfingar og mögulegar ögranir Rússa við landamærin klassíska rússneska leiki.“ Átök á svæðinu eru ekki ný af nálinni en átök milli Rússa og Úkraínumanna um Krímskagann hófust árið 2014. Átökum hefur hins vegar linnt á undanförnum árum en á undanförnum misserum hafa átök aukist. Þann 26. mars síðastliðinn dóu fjórir úkraínskir hermenn í átökum við aðskilnaðarsinna sem er mesta mannfallið í langan tíma. Bandaríkin Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. 26. september 2020 11:31 Vopnahlé tekur gildi í Austur-Úkraínu Vonir eru bundnar við að algert vopnahlé sem tók gildi í dag geti bundið enda á hernaðarátök í austanverðri Úkraínu. Um 13.000 manns hafa fallið í átökum úkraínskra stjórnarhersins og uppreisnarmanna. 27. júlí 2020 10:09 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Átök milli úkraínskra hersveita og aðskilnaðarsinna, sem hljóta stuðning Rússa, hafa nú aukist í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Bandaríkjanna, sem staðsettar eru í Evrópu, eru í viðbragðsstöðu vegna „aukinnar hættu“ sem stafi af Rússum á svæðinu. Talsmaður NATO sagði í samtali við fréttastofu Reuters að Rússar gangi þvert á tilraunir til þess að draga úr spennu og átökum í austur-Úkraínu. Sendiherrar aðildarríkja NATO funduðu að sögn talsmannsins á fimmtudag til að ræða stöðuna. „Bandamenn eru sammála um að stórtækar hernaðaraðgerðir Rússa við og í Úkraínu undanfarið séu áhyggjuefni,“ sagði hann. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tók undir áhyggjur NATO þjóða í dag og sagði hann „heræfingar og mögulegar ögranir Rússa við landamærin klassíska rússneska leiki.“ Átök á svæðinu eru ekki ný af nálinni en átök milli Rússa og Úkraínumanna um Krímskagann hófust árið 2014. Átökum hefur hins vegar linnt á undanförnum árum en á undanförnum misserum hafa átök aukist. Þann 26. mars síðastliðinn dóu fjórir úkraínskir hermenn í átökum við aðskilnaðarsinna sem er mesta mannfallið í langan tíma.
Bandaríkin Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. 26. september 2020 11:31 Vopnahlé tekur gildi í Austur-Úkraínu Vonir eru bundnar við að algert vopnahlé sem tók gildi í dag geti bundið enda á hernaðarátök í austanverðri Úkraínu. Um 13.000 manns hafa fallið í átökum úkraínskra stjórnarhersins og uppreisnarmanna. 27. júlí 2020 10:09 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24
Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. 26. september 2020 11:31
Vopnahlé tekur gildi í Austur-Úkraínu Vonir eru bundnar við að algert vopnahlé sem tók gildi í dag geti bundið enda á hernaðarátök í austanverðri Úkraínu. Um 13.000 manns hafa fallið í átökum úkraínskra stjórnarhersins og uppreisnarmanna. 27. júlí 2020 10:09