Innlent

Vísuðu ferða­mönnum sem áttu að vera í sótt­kví frá gossvæðinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi fólks hefur gengið upp í Geldingadali til að sjá eldgosið. Ferðamennirnir sem áttu að vera í sóttkví komust ekki svo langt.
Fjöldi fólks hefur gengið upp í Geldingadali til að sjá eldgosið. Ferðamennirnir sem áttu að vera í sóttkví komust ekki svo langt. Vísir/Vilhelm

Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví.

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Gunnar segir að allir bílar sem keyri inn Suðurstrandarveg, beggja vegna, séu stoppaðir.

„Ef þetta eru útlendingar þá forvitnumst við um hvenær þeir komu til landsins og svoleiðis. Ef það er eitthvað sem vekur minnsta grun þá er þeim flett upp á flugstöðinni. Nú, ef það kemur í ljós að þeir eigi að vera í sóttkví þá eiga þeir bara að gjöra svo vel að fara þangað,“ segir Gunnar.

Gunnar segir því að ferðamennirnir hafi ekki verið lagðir af stað upp gönguleiðina, þar sem bílar væru stoppaðir við stöðvunarpósta lögreglu.

Björgunarsveitir og lögregla hafa undanfarna daga rætt við alla sem koma að svæðinu og minnt á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Mælst er til þess að göngufólk hafi sprittbrúsa og grímur meðferðis og að tveggja metra fjarlægðarreglan sé virt.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.