Fótbolti

„Hlýtur að vera ó­heppnasti þjálfarinn okkar frá upp­hafi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson hefur nú lokið þremur fyrstu leikjum sínum sem A-landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson hefur nú lokið þremur fyrstu leikjum sínum sem A-landsliðsþjálfari. EPA-EFE/Friedemann Vogel

Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður, veltir upp fyrir sér á Twitter síðu sinni hvort að Arnar Þór Viðarsson sé sá landsliðsþjálfari sem hafi verið hvað óheppnastur hvað varðar landsleiki sína.

Arnar Þór tók við stjórnartaumunum af Erik Hamrén undir lok síðasta árs og fyrstu þrír leikir hans voru nú á dögunum þar sem íslenska liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein.

Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum; gegn Þýskalandi 3-0 og Armeníu 2-0 áður en liðið vann 4-1 sigur á Liechtenstein.

Þegar horft er í tölfræðina um xG (e. expected goals) sést að samanlagt í öllum leikjunum þremur er xG Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein 1,32. staðreyndin var sú að íslenska liðið fékk á sig sex mörk.

„Arnar Viðarsson hlýtur að vera óheppnasti þjálfarinn okkar frá upphafi. Hvernig gátum við fengið á okkur 6 mörk úr nánast engum færum??? Markmenn þurfa rífa sig í gang,“ skrifaði Hjörvar á Twitter síðu sína.

Íslenska liðið er með þrjú stig í riðlinum líkt og Rúmenía, Þýskaland og Norður Makedónía eru með sex stig en Armenía með níu. Liechtenstein er á botninum án stiga en næstu leikirnir í riðlinum fara fram í september. Þá á Ísland þrá heimaleiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.