Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2021 10:35 Logi Einarsson formaður Flokksins skoðar Facebooksíðu flokks síns og honum líst ekki á blikuna. vísir/vilhelm „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. Nýjar reglur um samskipti í lokuðum Facebook-hópi Samfylkingarinnar tóku gildi í gærmorgun. Þeim reglum var fylgt úr hlaði með yfirlýsingu frá stjórn Samfylkingarinnar. „Því er ekki að neita að stundum fara umræður út fyrir það sem eðlilegt er og æskilegt í svona hópi. Þar er átt við óviðeigandi ummæli um aðra félaga í hópnum, virðingarleysi, dónaskap og jafnvel einelti,“ segir í yfirlýsingunni. Samfylkingin hefur farið þá leið, í nafni friðar innan flokks að uppstillingarnefnd raði fólki á lista fremur en að fram fari prófkjör með tilheyrandi innbyrðist vígaferlum. En forystu flokksins hefur ekki orðið að ósk sinni því allt hefur logað, meðal annars hvernig til hefur tekist með uppstillinguna. Nú vill forystan stilla til friðar þar með því að herða tökin. Í yfirlýsingunni er nefnt að nokkur fjöldi félaga hafi komið þeirri skoðun sinni á framfæri við forystufólk í flokknum að grípa yrði í taumana og setja hópnum reglur sem „hygla samskiptum sem byggja á málefnum og virðingu fyrir skoðunum annarra, á kostnað dónaskapar, ásakana og almennt óviðeigandi ummæla,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem framkvæmdastjórinn Kjartan Valgarðsson birtir. Hæðnisfullar athugasemdir bannaðar Einhverjir munu hafa talað fyrir því að loka ætti hópnum og þá vísað í fordæmi annarra flokka sem ýmist eru að taka rækilega til í sínum hópi, eins og Píratar, eða eru ekki með sambærilega hópa, heldur eingöngu opinbera og opna Facebook síðu. Kjartan Valgarðsson er formaður framkvæmdastjórnar flokksins og stjórnar hertum aðgerðum á Facebook.aðsend „Okkur er ljóst að allt orkar tvímælis þá gert er. Okkur er ljóst að línan milli þess sem er viðeigandi og óviðeigandi, æskilegt og óæskilegt, uppbyggjandi og niðurrífandi, er ekki skýr. Það breytir ekki því að flokkurinn ber ábyrgð á því sem fram fer innan hans eigin veggja,“ segir í yfirlýsingunni. Reglurnar sem settar hafa verið eru eftirfarandi: 1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist. 2. Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins. 3. Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á samfylking@samfylking.is. 4. Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg: • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar. • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu. • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það. • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar. • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar. • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft. • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar. Skrifum og athugasemdum sem brjóta gegn þessum reglum verður eytt og höfundar þeirra eiga á hættu á að verða útilokaðir frá hópnum. Minnt er á siðareglur flokksins. Samfélag okkar er á ábyrgð okkar allra – verum gott samfélag! Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn. Reglurnar taka gildi miðvikudaginn 31. mars kl. 9. Hörð gagnrýni á stjórnendur Vísir hefur rætt við nokkra félaga í Samfylkingunni sem telja þetta afar misráðið og til marks um að örvænting hafi gripið um sig í herbúðum flokksins. Og Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, birti pistil í hópnum áður en hinar takmarkandi reglur tóku gildi; síðustu forvöð til að tjá sig „án sérstaks leyfis fáeinna einstaklinga,“ segir Karl. Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi er varaformaður Samfylkingarinnar en verksvið varaformanns er meðal annars að huga að innra starfi flokksins.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóranum sýnist sem ákveðin tilhneiging hafi verið uppi í flokknum hina seinni mánuði. Og nefnir þrjú atriði: Klíkuaðferðum við val á framboðslista í stærstu kjördæmunum, þar sem fáir ákveða í stað nokkurra þúsunda. Úthringingar þar sem fólki er boðið að fyrra bragði að fara úr flokknum. Karl segir að um þetta séu allnokkur dæmi og óútskýrt hvað búi að baki. „Loks með því að takmarka skoðanaskipti hér við það sem enn þrengri hópi þykir viðurkvæmilegt og viðeigandi, eða bara smekklegt.“ Varnarviðbrögð hins óttaslegna Karl heldur áfram og með vöndinn á lofti: „Stórir flokkar eru eðli máls samkvæmt opnir og lýðræðislegir. Þar leyfast skoðanaskipti, jafnvel harkaleg og jafnvel um einstaklinga. Litlir flokkar eru þröngir og lokaðir. Þar eru sjónarmið útilokuð og fólki úthýst.“ Karl leggur til að félagar setji upp í tímalínu framboðsmál flokksins í Reykjavík og fylgistap. Fjögur til fimm prósentustig í hverri könnun á fætur annarri er staðfest og raunverulegt fylgistap. „Engin heimsins meðvirkni og sjálfhælni, útilokanir og hömlur á tjáningu breyta þessu. Þau eru varnarviðbrögð hins óttaslegna, ekki flokks með sjálfstraust.“ Samfélagsmiðlar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Nýjar reglur um samskipti í lokuðum Facebook-hópi Samfylkingarinnar tóku gildi í gærmorgun. Þeim reglum var fylgt úr hlaði með yfirlýsingu frá stjórn Samfylkingarinnar. „Því er ekki að neita að stundum fara umræður út fyrir það sem eðlilegt er og æskilegt í svona hópi. Þar er átt við óviðeigandi ummæli um aðra félaga í hópnum, virðingarleysi, dónaskap og jafnvel einelti,“ segir í yfirlýsingunni. Samfylkingin hefur farið þá leið, í nafni friðar innan flokks að uppstillingarnefnd raði fólki á lista fremur en að fram fari prófkjör með tilheyrandi innbyrðist vígaferlum. En forystu flokksins hefur ekki orðið að ósk sinni því allt hefur logað, meðal annars hvernig til hefur tekist með uppstillinguna. Nú vill forystan stilla til friðar þar með því að herða tökin. Í yfirlýsingunni er nefnt að nokkur fjöldi félaga hafi komið þeirri skoðun sinni á framfæri við forystufólk í flokknum að grípa yrði í taumana og setja hópnum reglur sem „hygla samskiptum sem byggja á málefnum og virðingu fyrir skoðunum annarra, á kostnað dónaskapar, ásakana og almennt óviðeigandi ummæla,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem framkvæmdastjórinn Kjartan Valgarðsson birtir. Hæðnisfullar athugasemdir bannaðar Einhverjir munu hafa talað fyrir því að loka ætti hópnum og þá vísað í fordæmi annarra flokka sem ýmist eru að taka rækilega til í sínum hópi, eins og Píratar, eða eru ekki með sambærilega hópa, heldur eingöngu opinbera og opna Facebook síðu. Kjartan Valgarðsson er formaður framkvæmdastjórnar flokksins og stjórnar hertum aðgerðum á Facebook.aðsend „Okkur er ljóst að allt orkar tvímælis þá gert er. Okkur er ljóst að línan milli þess sem er viðeigandi og óviðeigandi, æskilegt og óæskilegt, uppbyggjandi og niðurrífandi, er ekki skýr. Það breytir ekki því að flokkurinn ber ábyrgð á því sem fram fer innan hans eigin veggja,“ segir í yfirlýsingunni. Reglurnar sem settar hafa verið eru eftirfarandi: 1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist. 2. Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins. 3. Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á samfylking@samfylking.is. 4. Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg: • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar. • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu. • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það. • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar. • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar. • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft. • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar. Skrifum og athugasemdum sem brjóta gegn þessum reglum verður eytt og höfundar þeirra eiga á hættu á að verða útilokaðir frá hópnum. Minnt er á siðareglur flokksins. Samfélag okkar er á ábyrgð okkar allra – verum gott samfélag! Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn. Reglurnar taka gildi miðvikudaginn 31. mars kl. 9. Hörð gagnrýni á stjórnendur Vísir hefur rætt við nokkra félaga í Samfylkingunni sem telja þetta afar misráðið og til marks um að örvænting hafi gripið um sig í herbúðum flokksins. Og Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, birti pistil í hópnum áður en hinar takmarkandi reglur tóku gildi; síðustu forvöð til að tjá sig „án sérstaks leyfis fáeinna einstaklinga,“ segir Karl. Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi er varaformaður Samfylkingarinnar en verksvið varaformanns er meðal annars að huga að innra starfi flokksins.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóranum sýnist sem ákveðin tilhneiging hafi verið uppi í flokknum hina seinni mánuði. Og nefnir þrjú atriði: Klíkuaðferðum við val á framboðslista í stærstu kjördæmunum, þar sem fáir ákveða í stað nokkurra þúsunda. Úthringingar þar sem fólki er boðið að fyrra bragði að fara úr flokknum. Karl segir að um þetta séu allnokkur dæmi og óútskýrt hvað búi að baki. „Loks með því að takmarka skoðanaskipti hér við það sem enn þrengri hópi þykir viðurkvæmilegt og viðeigandi, eða bara smekklegt.“ Varnarviðbrögð hins óttaslegna Karl heldur áfram og með vöndinn á lofti: „Stórir flokkar eru eðli máls samkvæmt opnir og lýðræðislegir. Þar leyfast skoðanaskipti, jafnvel harkaleg og jafnvel um einstaklinga. Litlir flokkar eru þröngir og lokaðir. Þar eru sjónarmið útilokuð og fólki úthýst.“ Karl leggur til að félagar setji upp í tímalínu framboðsmál flokksins í Reykjavík og fylgistap. Fjögur til fimm prósentustig í hverri könnun á fætur annarri er staðfest og raunverulegt fylgistap. „Engin heimsins meðvirkni og sjálfhælni, útilokanir og hömlur á tjáningu breyta þessu. Þau eru varnarviðbrögð hins óttaslegna, ekki flokks með sjálfstraust.“
Reglurnar sem settar hafa verið eru eftirfarandi: 1. Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist. 2. Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins. 3. Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á samfylking@samfylking.is. 4. Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg: • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar. • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu. • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það. • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar. • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar. • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft. • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar.
Samfélagsmiðlar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira