Fótbolti

Fjögur fyrstu mörkin og þrjú fyrstu stigin á þjálfaraferli Arnars: Sjáðu myndirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í kvöld og sést hér fagna marki sínu.
Guðlaugur Victor Pálsson opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í kvöld og sést hér fagna marki sínu. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ

4-0 sigur í Liechtenstein í kvöld gerir lífið heldur skemmtilegra næstu mánuði fyrir landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmenn hans.

Íslenska landsliðið komst loksins af stað í undankeppni HM 2022 með sannfærandi sigri á Liechtenstein í Vaduz í kvöld. Íslenska liðið varð að vinna og gerði það sem til þurfti til að enda þennan landsleikjaglugga á góðu nótunum.

Eftir markaleysi og stigaleysi í fyrstu tveimur leikjunum var gott að fá mark snemma. Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason komu íslenska liðinu í 2-0 í fyrri hálfleik og eftir það var leikurinn og um leið stigin þrjú í öruggum höndum íslenska liðsins.

Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson innsigluðu sigurinn og landsliðsþjálfaraferill Arnars Þórs Viðarsson er vonandi kominn í gang eftir vandamálabyrjun.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar góðar myndir frá leiknum í Liechtenstein í kvöld.

Birkir Már Sævarsson kemur Íslandi í 1-0 og eftir þetta mark varð allt miklu auðveldara fyrir strákana.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Birkir Már Sævarsson fagnar markinu sínu en hann hefur skorað tvö af þremur mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið á móti Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Birkir Bjarnason var oft ágengur upp við mark Liechtenstein í kvöld.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Aron Einar Gunnarsson spilaði bara fyrri hálfleikinn enda búinn að spila hina leikina og Ísland 2-0 yfir í hálfleik.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Birkir Bjarnason endaði fyrri hálfleikinn á því að koma íslenska liðinu í 2-0 eftir klassískt hlaup inn í vítateiginn.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Ísland náði að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Guðlaugur Victor Pálsson stekkur hæst og kemur íslenska liðinu í 3-0.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×