Mögulegt byrjunarlið gegn Liechtenstein: Arnar með yngri fætur til taks Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 12:15 Jón Dagur Þorsteinsson gæti fengið tækifæri gegn Liechtenstein í kvöld eftir að hafa spilað vel á EM U21-landsliða. Getty/Peter Zador Ungir leikmenn gætu fengið að láta ljós sitt skína í dag í þriðja leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sex leikmenn voru í byrjunarliðinu bæði gegn Þýskalandi og Armeníu en leikurinn við Liechtenstein í kvöld verður þriðji leikur Íslands á aðeins sjö dögum. Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra. HM 2022 í Katar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra.
Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira