Mögulegt byrjunarlið gegn Liechtenstein: Arnar með yngri fætur til taks Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 12:15 Jón Dagur Þorsteinsson gæti fengið tækifæri gegn Liechtenstein í kvöld eftir að hafa spilað vel á EM U21-landsliða. Getty/Peter Zador Ungir leikmenn gætu fengið að láta ljós sitt skína í dag í þriðja leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sex leikmenn voru í byrjunarliðinu bæði gegn Þýskalandi og Armeníu en leikurinn við Liechtenstein í kvöld verður þriðji leikur Íslands á aðeins sjö dögum. Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra. HM 2022 í Katar Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra.
Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira