Höfuðpaurinn í Watergate-innbrotinu er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 08:16 G. Gordon Liddy árið 1997. Eftir að Liddy var sleppt úr fangelsi starfaði hann meðal annars sem vinsæll þáttastjórnandi í útvarpi. AP G. Gordon Liddy, sem hefur verið nefndur höfuðpaurinn þegar kom að innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins á Watergate-hótelinu í Washington árið 1972, er látinn. Hann varð níutíu ára. Watergate-hneykslið átti eftir að leiða til afsagnar Richards Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta árið 1974. Liddy hafði áður starfað í hernum og alríkislögreglunni FBI, en eftir að hafa mistekist að ná sæti á þingi gekk hann til liðs við starfslið Richards Nixon, þávarandi Bandaríkjaforseta, í byrjun áttunda áratugarins. Starfaði hann þar meðal annars sem ráðgjafi. Hann er sagður hafa verið hispurslaus í tali á skrifstofu Nixons, meðal annars með því að leggja til að ráða pólitíska andstæðinga af dögum, sprengja skrifstofur vinstrisinnaðra hugveitna og ræna mótmælendum stríðsreksturs Bandaríkjanna. Samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu eiga hins vegar að hafa virt ráðleggingar Liddys að vettugi, en samþykktu þó eina tillögu hans, það er að brjótast inn á skrifstofur Demókrataflokksins. G. Gordon Liddy árið 1973.AP Dómstóll dæmdi Liddy í fangelsi fyrir Watergate-innbrotið og fyrir að hafa staðið að ólöglegum hljóðupptökum. Var talið að hópur tengdur Nixon hafi með innbrotinu viljað afla upplýsinga um Demókrataflokkinn og frambjóðenda hans fyrir forsetakosningarnar 1972. Hneykslið átti síðar eftir að leiða til afsagnar Nixons forseta árið 1974. Liddy afplánaði rúmlega fjögur ár í fangelsi og þar af rúmlega hundrað daga í einangrun. „Ég myndi gera þetta aftur fyrir minn forseta,“ á Liddy að hafa sagt síðar meir að sögn AP. Eftir að Liddy var sleppt úr fangelsi starfaði hann meðal annars sem vinsæll þáttastjórnandi í útvarpi. Þá birtist hann einnig í fjölda sjónvarpsþátta, þar á meðal Miami Vice og MacGyver. Bandaríkin Andlát Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Liddy hafði áður starfað í hernum og alríkislögreglunni FBI, en eftir að hafa mistekist að ná sæti á þingi gekk hann til liðs við starfslið Richards Nixon, þávarandi Bandaríkjaforseta, í byrjun áttunda áratugarins. Starfaði hann þar meðal annars sem ráðgjafi. Hann er sagður hafa verið hispurslaus í tali á skrifstofu Nixons, meðal annars með því að leggja til að ráða pólitíska andstæðinga af dögum, sprengja skrifstofur vinstrisinnaðra hugveitna og ræna mótmælendum stríðsreksturs Bandaríkjanna. Samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu eiga hins vegar að hafa virt ráðleggingar Liddys að vettugi, en samþykktu þó eina tillögu hans, það er að brjótast inn á skrifstofur Demókrataflokksins. G. Gordon Liddy árið 1973.AP Dómstóll dæmdi Liddy í fangelsi fyrir Watergate-innbrotið og fyrir að hafa staðið að ólöglegum hljóðupptökum. Var talið að hópur tengdur Nixon hafi með innbrotinu viljað afla upplýsinga um Demókrataflokkinn og frambjóðenda hans fyrir forsetakosningarnar 1972. Hneykslið átti síðar eftir að leiða til afsagnar Nixons forseta árið 1974. Liddy afplánaði rúmlega fjögur ár í fangelsi og þar af rúmlega hundrað daga í einangrun. „Ég myndi gera þetta aftur fyrir minn forseta,“ á Liddy að hafa sagt síðar meir að sögn AP. Eftir að Liddy var sleppt úr fangelsi starfaði hann meðal annars sem vinsæll þáttastjórnandi í útvarpi. Þá birtist hann einnig í fjölda sjónvarpsþátta, þar á meðal Miami Vice og MacGyver.
Bandaríkin Andlát Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira