„Megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 09:44 Davíð Snorri Jónasson hefur trú á íslenska liðinu gegn því franska á morgun. getty/Peter Zador Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að ekki megi gleyma því að Ísland eigi enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins. Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Íslendingar mæta Frökkum í lokaleik sínum í C-riðli EM á morgun. Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina en á samt enn möguleika á að komast áfram. Fjórir leikmenn úr U-21 árs hópnum voru kallaðir upp í A-landsliðið í gær. Þrír þeirra, Willum Þór Willumsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, eru fæddir 1998 og hafa því leikið sinn síðasta leik fyrir U-21 árs liðið. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra segist Davíð ekki líta á leikinn gegn Frökkum á morgun sem eins konar fyrsta skref „næsta“ U-21 árs lið. „Fyrsta skref og ekki fyrsta skref. Við megum ekki gleyma að við eigum enn möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við höfum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi í Györ í Ungverjalandi í dag. „Við erum ekkert að hugsa um næsta lið og ætlum bara að klára þennan glugga hundrað prósent.“ Davíð staðfesti að varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson yrði ekki með í leiknum á morgun vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 tapinu fyrir Danmörku á sunnudaginn. Róbert Orri Þorkelsson er hins vegar búinn að jafna sig á veikindum og er klár í slaginn. Franska liðið er ógnarsterkt en í því eru leikmenn frá sterkum liðum í Evrópu, eins og Paris Saint-Germain, RB Leipzig, Sevilla, Celtic og Monaco. „Lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik. Við þurfum vera með þá fyrir framan okkur og neita þeim um svæði. Svo þurfum við að sýna einbeitingu,“ sagði Davíð. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira