Innlent

Velti bílnum þegar hann reyndi að komast undan lög­reglu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan veitti bílnum eftirför í Árbæ í nótt.
Lögreglan veitti bílnum eftirför í Árbæ í nótt. Vísir/Vilhelm

Um klukkan hálftvö í nótt ætluðu lögreglumenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að stöðva bíl í Árbænum í Reykjavík.

Að því er segir í dagbók lögreglu sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan.

Hann velti hins vegar bílnum þegar hann ók inn á afrein. Par var í bílnum og voru þau fyrst flutt til aðhlynningar á slysadeild eftir bílveltuna.

Svo voru þau handtekin grunuð um akstur bílsins undir áhrifum fíkniefna. Bíllinn var mikið skemmdur eftir veltuna og var hann fluttur burt með Króki. Lausamöl og hálkublettir voru á vettvangi að sögn lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×