Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld og rýma svæðið á miðnætti. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Fjöldi fólks hefur ákveðið að nýta daginn í að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum, enda veðrið fínt á svæðinu þrátt fyrir snjó, smá frost og hálku. Gert er áfram ráð fyrir fínu veðri á svæðinu, á morgun verður kalt en gott skyggni. Fólk er þó hvatt til að leita sér upplýsinga um gasmengun áður en lagt er af stað.

Fjallað verður um daginn við gosstöðvarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 Einnig verður staðan tekin á kórónuveirufaraldrinum. Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af einn utan sóttkvíar.

Sauðburður er hafinn á nokkrum bæjum á Suðurlandi. Við fáum að sjá krúttleg lömb í kvöldfréttatímanum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×