Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 14:16 Sérfræðingar ætla að kanna hvort dregið hafi úr gosóróa. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, að mælingar Veðurstofunnar á ákveðnum hreyfingum bendi til þess að mögulega hafi dregið úr virkni eldgossins. „Við erum að skoða óróamælingar hjá okkur frá Fagradalsfjalli, svo líka af jarðskjálftamælistöðvum þarna í grenndinni. Við sjáum að óróinn dettur niður í nótt,“ segir Einar. Hann bendir þó á að mögulega kunni veður á svæðinu að spila þar inn í. „Að það dragist svona saman óróinn á þessum mælingum er líklega áhrif af vindi, að miklu leyti. Það helst þó ekki alveg í hendur við vindmælingar frá í gær, þannig við ætlum að skoða betur hvort við teljum að það hafi dregið úr virkni,“ segir Einar. Hann segir erfitt að meta sjónrænt hvort dregið hafi úr virkni gossins. Líklegast sé hún þó í sama horfi og verið hefur síðustu daga. Ekkert bendi til að gosið sé að klárast Einar segir ekkert benda sérstaklega til þess að gosið sé að klárast. Óróamælingar á annarri tíðni en þeirri sem dró úr í nótt sé stöðug á því bili sem verið hefur frá því gosið hófst. „Það er ekkert sem bendir til þess að gosið sé að klárast. Við erum enn að greina óróa sem hefur greinst frá því gosið hófst. Mjög lítið merki sem við greinum stöðugt á svæðinu. Sá órói er á lægri tíðnisviðum, hann hefur oft verið fremur merki um eldgosavirkni,“ segir Einar. Hér að neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira