Norðmenn halda áfram að mótmæla Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2021 22:31 Håland í upphituninni fyrir leik dagsins. Hann komst ekki á blað í dag. Fran Santiago/Getty Images Norska knattspyrnuliðið hélt í dag áfram að mótmæla mannréttindabrotum í Katar er þeir mættu Tyrkjum í undankeppni HM 2022. Allir leikmenn norska landsliðsins klæddust bolum fyrir leikinn þar sem á stóð: Mannréttindi - inn á og utan vallar eða „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Það gerðu þeir einnig í leiknum á miðvikudag en á bolum dagsins stóð einnig að Noregur og Þýskaland hefðu gert sitt og hvaða þjóðir yrðu næstar. Einnig voru þeir með eina hönd á lofti en það skilaði þeim ekki sigri í dag. Tyrkirnir skelltu Norðmönnum 3-0 er leikið var í Malaga vegna harðra sóttvarnarreglna í Noregi. Norway taking to the pitch vs Turkey with a new t-shirt.This time the slogan reads:"HUMAN RIGHTS - on and off the pitchNorway✅Germany✅NEXT?"With one arm raised. pic.twitter.com/NiQPjtbeYS— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 27, 2021 Mótmælin í Noregi, sem byrjuðu hjá úrvalsdeildarfélaginu Tromsö, hafa fengið talsverðan meðvind að undanförnu en Tromsö skoraði á norska sambandið að sniðganga HM í Katar vegna fjölda mannréttindabrota í landinu. The Guardian hefur heimildir fyrir því að 6500 farandverkamenn hafi dáið í framkvæmdum tengdum heimsmeistaramótinu síðan árið 2010 þegar Katar tryggði sér réttinn að halda heimsmeistaramótið. Stjórnvöld í Katar svöruðu með því að segja að aðeins örlítill hluti af þeim 1,4 milljónum farandverkamönnum, sem störfuðu við framkvæmdirnar, hafi dáið í vinnutengdum slysum frá 2010 til 2019. Stjórnvöld segjast líka hafa gert sitt í að bæta vinnuaðstæður og öryggi verkamannanna á síðustu tveimur áratugum og hafi refsað þeim eigendum fyrirtækja sem hafa brotið reglurnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Allir leikmenn norska landsliðsins klæddust bolum fyrir leikinn þar sem á stóð: Mannréttindi - inn á og utan vallar eða „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Það gerðu þeir einnig í leiknum á miðvikudag en á bolum dagsins stóð einnig að Noregur og Þýskaland hefðu gert sitt og hvaða þjóðir yrðu næstar. Einnig voru þeir með eina hönd á lofti en það skilaði þeim ekki sigri í dag. Tyrkirnir skelltu Norðmönnum 3-0 er leikið var í Malaga vegna harðra sóttvarnarreglna í Noregi. Norway taking to the pitch vs Turkey with a new t-shirt.This time the slogan reads:"HUMAN RIGHTS - on and off the pitchNorway✅Germany✅NEXT?"With one arm raised. pic.twitter.com/NiQPjtbeYS— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 27, 2021 Mótmælin í Noregi, sem byrjuðu hjá úrvalsdeildarfélaginu Tromsö, hafa fengið talsverðan meðvind að undanförnu en Tromsö skoraði á norska sambandið að sniðganga HM í Katar vegna fjölda mannréttindabrota í landinu. The Guardian hefur heimildir fyrir því að 6500 farandverkamenn hafi dáið í framkvæmdum tengdum heimsmeistaramótinu síðan árið 2010 þegar Katar tryggði sér réttinn að halda heimsmeistaramótið. Stjórnvöld í Katar svöruðu með því að segja að aðeins örlítill hluti af þeim 1,4 milljónum farandverkamönnum, sem störfuðu við framkvæmdirnar, hafi dáið í vinnutengdum slysum frá 2010 til 2019. Stjórnvöld segjast líka hafa gert sitt í að bæta vinnuaðstæður og öryggi verkamannanna á síðustu tveimur áratugum og hafi refsað þeim eigendum fyrirtækja sem hafa brotið reglurnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira