Fótbolti

„Það mun ekkert lið verjast eins og Grikk­land á EM“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luis Enrique þurfti að sætta sig við eitt stig gegn Grikkjum fyrir helgi.
Luis Enrique þurfti að sætta sig við eitt stig gegn Grikkjum fyrir helgi. Jose Breton/Getty

Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, segir að hann búist ekki við því að neitt lið verjist eins lágt og Grikkland varðist gegn Spáni á dögunum.

Spánn og Grikkland skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á Spáni en úrslitin komu mörgum á óvart enda styttist í EM hjá Spáni.

Þeir spænsku áttu í erfiðleikum með að skapa tækifæri gegn þéttri vörn Grikkja en Enrique er ekki áhyggjufullur gerist það sama á EM í sumar.

„Þegar við komum á EM þá held ég að ekkert lið muni læsa sig svo langt niðri á vellinum eins og Grikkland,“ sagði Luis Enrique.

„Þegar maður sækir á lið sem verst svona djúpt þá krefst það mikils. Grikkirnir eru góðir í því að verjast, hjálpa hvor öðrum og í skyndisóknunum.“

„Við höfum prufað að skoða hvað við getum gert öðruvísi næst. Mér finnst allir leikmennirnir klárir í slaginn í sumar,“ bætti Enrique við.

Spánn spilar annað kvöld gegn Georgíu á útivelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.