Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 16:23 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“ Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“
Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45