Innlent

„Þetta er bara skítaveður“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er heldst á norðausturlandi sem landsmenn sleppa við leiðindaveður miðað við spá Veðurstofu Íslands.
Það er heldst á norðausturlandi sem landsmenn sleppa við leiðindaveður miðað við spá Veðurstofu Íslands. Vedur.is

Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Allavega seinnipartinn er ekkert ferðaveður á gosstöðvunum. Þetta verður bara stormur og snjókoma,“ segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á veðurstofu Íslands.

Von er á austanstormi á sunnan- og vestanverðu landinu. Sérstaklega verður hvasst undir Eyjafjöllum.

„Núna eftir hádegið fer að hvessa og svo fer að snjóa, víða á sunnan- og vestanverðu landinu í seinni partinn og kvöld. Allavega seinnipartinn er ekkert ferðaveður á gosstöðvunum. Þetta verður bara stormur og snjókoma.“

Íbúar undir Eyjafjöllum ættu að búa sig undir mikið hvassviðri.

„Undir kvöld eða í kvöld verður á sunnan- og austanverðu landinu verður víða bara austanstormur eða jafnvel hvassara syðst á landinu, undir Eyjafjöllum. Þessu fylgir hríð allvíða líka. Þetta er bara skítaveður enda eru appelsínugular viðvaranir í gildi sunnan og vestanlands.“


Tengdar fréttir

Veður­fræðingur og náttúru­vá­r­sér­fræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag

Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.