Fótbolti

Hættir á samfélagsmiðlum og kallar eftir aðgerðum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Búinn að fá nóg.
Búinn að fá nóg. vísir/getty

Arsenal goðsögnin Thierry Henry hefur fengið sig fullsaddan af ærumeiðingum og kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum.

Henry gaf það út, á Twitter reikningi sínum, að frá og með deginum í dag myndi hann loka öllum sínum síðum á samfélagsmiðlum og myndi halda þeim lokuðum þar til miðlar á borð við Twitter og Facebook gerðu eitthvað í sínum málum.

Fjölmargir knattspyrnumenn verða reglulega fyrir grófu aðkasti á samfélagsmiðlum auk þess sem hatursfull ummæli og kynþáttaníð er nær daglegt brauð á miðlunum.

Henry, sem er af mörgum talinn einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, er með 2,3 milljónir fylgjenda á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×