Innlent

Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns

Kristján Már Unnarsson skrifar
Áhöfn flugvélarinnar Hot Stuff. Einnig voru um borð hershöfðinginn Frank M. Andrews og fylgdarlið hans.
Áhöfn flugvélarinnar Hot Stuff. Einnig voru um borð hershöfðinginn Frank M. Andrews og fylgdarlið hans. Bandaríski flugherinn.

Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu.

Flugvélin var af gerðinni B-24 Liberator. Hún var fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til að ná 25 árásarferðum í Evrópu. Bandaríski flugherinn

Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Fagradalsfjall hafi verið nefnt fjallið sem breytti mannkynssögunni, ekki vegna eldgossins heldur vegna flugslyss sem varð þar í síðari heimsstyrjöld. Minnisvarði um slysið var afhjúpaður skammt frá Grindavíkurvegi árið 2018, daginn sem 75 ár voru frá slysinu.

Lík eins hinna látnu borið frá slysstaðnum á Fagradalsfjalli.Bandaríski flugherinn

Slysið varð þann 3. maí 1943. Sprengjuflugvél af gerðinni B-24 Liberator hafði hætt við lendingu í Keflavík vegna veðurs og er talin hafa verið á leið til Kaldaðarnesflugvallar þegar hún skall á Fagradalsfjalli. Einn maður komst lífs af en fjórtán fórust, þeirra á meðal hershöfðinginn Frank M. Andrews, og fóru minningararhafnir um þá látnu fram í Reykjavík.

Frank M. Andrews var æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Við fráfall hans tók Dwight D. Eisenhower við stöðunni.

Fráfall Andrews varð til þess að Dwight D. Eisenhower varð yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu en hann varð síðar forseti Bandaríkjanna. Æ síðar hafa menn velt því upp hvort það hefði annars orðið hlutskipti Andrews að setjast í Hvítahúsið en ekki Eisenhowers. 

Minningarathafnir fóru fram í Dómkirkjunni og Landakotskirkju í Reykjavík.Bandaríski flugherinn

Minningu Andrews er haldið á lofti í Washington með því að Andrews-herflugvöllurinn, heimaflugvöllur flugvéla Bandaríkjaforseta, er nefndur eftir honum. Andrews Theater á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli er einnig kennt við hann.

Flugvélin Hot Stuff fórst í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gosstaðurinn er við austurhlíðar fjallsins.Grafík/Hafsteinn Þórðarson

Flugvélin hafði gælunafnið Hot Stuff og var á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Slysstaðurinn er í vestanverðu Fagradalsfjalli, aðeins um tvo kílómetra frá gosstaðnum, og varpaði bandaríska sendiráðið því fram á fésbókarsíðu í vikunni hvort það væri nokkurt heiti sem hæfði betur eldstöðinni en Hot Stuff.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs

Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.