Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2021 22:02 Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Aðsend/Vilhelm Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í vikunni vöktu mikla athygli en þar benti hann á að að smit sem greinast á landamærunum koma meðal annars með fólki sem þurfi að ferðast frá og til landsins í þeim tilgangi að sækja atvinnuleysisbætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að útlendingar á atvinnuleysisbótum eigi rétt á því að leita að vinnu annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu í þrjá mánuði. Mikill fjöldi Pólverja býr á Íslandi en í heimalandi þeirra er Covid-19 ástandið mjög alvarlegt. Varaformaður Eflingar segir að flestir þeir Pólverjar sem vinna hér á landi dvelji í leiguhúsnæði. „Atvinnuleysisbætur eru lágar og framfærslukostnaður veldur því að stundum getur verið erfitt fyrir þau að lifa á svona litlum peningum og án stuðnings fjölskyldunnar, sagði Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Því ákveði margir að dvelja í heimalandi sínu þar sem þeir ráði ekki við hátt leiguverð hér á landi án atvinnu. Stundum er tilfellið þannig að vinnuveitandi útvegar vinnuaflinu húsnæði. Þegar viðkomandi missir vinnuna, missir hann húsnæðið um leið og á oft ekki í nein hús að venda hér á landi. Einnig vilji fólk sinna veikum ættingjum í Póllandi á meðan á faraldri kórónuveirunnar stendur. „Allir reyna að hugsa um fjölskyldu sína. Ef einhver ættingi Íslendings er veikur þá er hann hér. En fyrir útlendinga er staðan allt önnur,“ sagði Agnieszka.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. 25. mars 2021 17:03