Lífið

Fyrsta stiklan úr Dagbók Urriða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir byrja í apríl.
Þættirnir byrja í apríl.

Dagbók Urriða eru nýir þættir sem verða á Stöð 2 og Stöð 2+ í apríl.

Í þættinum ferðast Ólafur Tómas Guðbjartsson fluguveiðimaður um landið okkar og leiðir áhorfendur um töfraheim silungsveiðinnar. Hann heimsækir fjölmörg ólík veiðisvæði og snertir á öllum grunnatriðum fluguveiðinnar ásamt flóknari hugrenningum ss. um klak skordýra og ýmislegt annað sem viðkemur veiðinni sjálfri.

Þættirnir sem eru 6 talsins verða aðgengilegir á Stöð 2 og Stöð 2+ og er fyrsti þáttur sýndur þann 8. apríl.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr þáttunum.

Klippa: Fyrsta stiklan úr Dagbók Urriða





Fleiri fréttir

Sjá meira


×