Innlent

Skúli tekur við af Símoni sem dómstjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Skúli Magnússon hefur starfað sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2004.
Skúli Magnússon hefur starfað sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2004. Vísir/Vilhelm

Skúli Magnússon hefur verið skipaður dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með næstu mánaðamótum. Skúli tekur við stöðunni af Símoni Sigvaldasyni, sem var á dögunum skipaður dómari við Landsrétt.

Frá þessu segir á vef dómstólsins, sen Skúli hefur starfað sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá árinu 2004.

Fréttablaðið segir frá því að tveir dómarar hafi gefið kost á sér í stöðuna, Skúli og Lárentsínus Kristjánsson.

Dómarar við réttinn, alls 23, hafa atkvæðisrétt í kjöri dómstjóra, en kosningin er þó ekki bindandi þar sem lögum samkvæmt skipar Dómstólasýslan dómstjóra.

Í lögum um dómstóla segir að dómstjóri sé skipaður til fimm ára í senn. Auk þess að gegna dómstörfum hefur dómstjóri með höndum stjórn héraðsdómstóls og ber ábyrgð á starfsemi hans. Dómstjóri skiptir verkum milli dómara og annarra starfsmanna, hann getur skipt dómurum í deildir og úthlutar dómurum eða deildum þeirra málum. Þá kemur dómstjóri að öðru leyti fram út á við í þágu dómstólsins og er í fyrirsvari um sérstök málefni hans.


Tengdar fréttir

Símon Sig­valda­son skipaður dómari við Lands­rétt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.