Innlent

Nýjum Schengen-reglum á landamærum frestað fram yfir páska

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri sem taka átti gildi á morgun, 26. mars, hefur verið frestað til 6. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Í tilkynningu segir að reglunum sé frestað svo hægt sé að rýna framkvæmd á móttöku vottorða, tryggja að hún gangi snurðulaust fyrir sig og verði í samræmi við ítrustu varúðarráðstafanir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi sent tillögur um frekari leiðbeiningar um viðurkenningu vottorða og þær séu nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu.

Reglugerðin, sem kynnt var í síðustu viku og átti að taka gildi á morgun, kveður á um takmarkanir ónauðsynlegra ferðalaga yfir landamæri vegna kórónuveirufaraldursins. 

Helsta breytingin snýr að því að farþegar utan Schengen-svæðisins, sem geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu eða mótefni, verði undanþegnir reglum um sóttkví. Sú regla hefur hingað til einungis gilt innan Schengen-svæðisins.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Bjart­sýni sem ríkti hjá ferða­þjónustunni er á bak og burt

Hertar samkomutakmarkanir hafa áhrif á margar greinar atvinnulífsins en sú grein sem hefur orðið fyrir einna mesta áfallinu er ferðaþjónustan. Það ríkti bjartsýni í geiranum í síðustu viku en það hefur breyst eftir fréttir dagsins.

Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×