Icelandair hækkar áfram í Kauphöllinni eftir tilkynningu stjórnvalda Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 19:05 Aðalfundur Icelandair Group er haldinn rafrænt á morgun. Vísir/Vilhelm Hlutabréf Icelandair héldu áfram að hækka í Kauphöllinni í dag og höfðu hækkað um sex prósent við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 277 milljónum króna. Bréf félagsins tóku kipp í gær og hækkuðu sömuleiðis um sex prósent eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærum Íslands. Gengi bréfanna er nú 1,50 krónur á hlut en var 1,34 krónur á hlut við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í gær. Með ákvörðun stjórnvalda má til að mynda hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem geta sýnt fram á með fullnægjandi vottorðum að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19 eða séu með mótefni. Fram að þessu voru bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum einungis tekin gild á landamærunum. Mikilvægustu markaðir félagsins að opnast Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur tekið vel í fyrirætlanir stjórnvalda og sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðunin auki líkurnar á því að metnaðarfull áætlanir félagsins um flug til Evrópu og Bandaríkjanna gangi eftir. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna,“ sagði Bogi. Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu þar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. Hún sagði Íslandsstofu skynja mikinn áhuga á Íslandi. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Markaðir Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Bréf félagsins tóku kipp í gær og hækkuðu sömuleiðis um sex prósent eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærum Íslands. Gengi bréfanna er nú 1,50 krónur á hlut en var 1,34 krónur á hlut við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í gær. Með ákvörðun stjórnvalda má til að mynda hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem geta sýnt fram á með fullnægjandi vottorðum að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19 eða séu með mótefni. Fram að þessu voru bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum einungis tekin gild á landamærunum. Mikilvægustu markaðir félagsins að opnast Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur tekið vel í fyrirætlanir stjórnvalda og sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðunin auki líkurnar á því að metnaðarfull áætlanir félagsins um flug til Evrópu og Bandaríkjanna gangi eftir. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna,“ sagði Bogi. Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu þar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. Hún sagði Íslandsstofu skynja mikinn áhuga á Íslandi. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Markaðir Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25