Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 19:01 Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32
Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10