Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 16:17 Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson. Getty/Artur Widak Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. Fram kemur í frétt á vef TV2 að samkvæmt afhendingaráætlun Janssen eigi Norðmenn von á 52 þúsund skömmtum í tveimur sendingum sem berast síðustu tvær vikurnar í apríl. RÚV greindi frá málinu fyrst íslenskra miðla. Áður reiknuðu norsk heilbrigðisyfirvöld með því að fá 310 þúsund skammta í apríl og er lokaniðurstaðan því vonbrigði fyrir Norðmenn. Heilbrigðisráðuneytið segir í svari við fyrirspurn Vísis að gert sé ráð fyrir fyrstu sendingu af bóluefninu til Íslands þann 16. apríl. Magn skammta hafi hins vegar ekki fengist staðfest og beðið sé eftir staðfestum upplýsingum frá framleiðanda. Ráðuneytið reiknar með því að fá lítið magn í apríl en að fjöldi skammta fari síðan vaxandi. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að yfirleitt sé hægt að áætla þann fjölda skammta sem Íslendingar fái frá framleiðendum út frá tölum annarra Evrópuríkja í ljósi áðurnefndar hlutfallsskiptingar. Þó sé um að flókið ferli að ræða og ekkert í hendi fyrr en endanleg staðfesting fáist frá framleiðanda. Vænta megi svars frá Janssen á allra næstu dögum. Einn skammtur dugar Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér bóluefni frá Janssen fyrir um 235 þúsund einstaklinga. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi hér á landi þann 11. mars og var það fjórða til þess að hljóta slíkt leyfi. Ólíkt bóluefnum Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca sem eru nú þegar í notkun á Íslandi dugar einn skammtur af efni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. Niðurstöður klínískrar rannsóknar sem fram fór í Bandaríkjunum, Suður-Afríku og Suður-Ameríku sýna að bóluefni Janssen veitir öfluga vernd gegn Covid-19. Yfir 44 þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og reyndist bóluefnið fækka tilfellum Covid-19 með einkennum um 67% samanborið við lyfleysu. Benda niðurstöðurnar því til að bóluefnið veiti 67% vernd gegn sjúkdómnum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. 11. mars 2021 13:27 Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef TV2 að samkvæmt afhendingaráætlun Janssen eigi Norðmenn von á 52 þúsund skömmtum í tveimur sendingum sem berast síðustu tvær vikurnar í apríl. RÚV greindi frá málinu fyrst íslenskra miðla. Áður reiknuðu norsk heilbrigðisyfirvöld með því að fá 310 þúsund skammta í apríl og er lokaniðurstaðan því vonbrigði fyrir Norðmenn. Heilbrigðisráðuneytið segir í svari við fyrirspurn Vísis að gert sé ráð fyrir fyrstu sendingu af bóluefninu til Íslands þann 16. apríl. Magn skammta hafi hins vegar ekki fengist staðfest og beðið sé eftir staðfestum upplýsingum frá framleiðanda. Ráðuneytið reiknar með því að fá lítið magn í apríl en að fjöldi skammta fari síðan vaxandi. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að yfirleitt sé hægt að áætla þann fjölda skammta sem Íslendingar fái frá framleiðendum út frá tölum annarra Evrópuríkja í ljósi áðurnefndar hlutfallsskiptingar. Þó sé um að flókið ferli að ræða og ekkert í hendi fyrr en endanleg staðfesting fáist frá framleiðanda. Vænta megi svars frá Janssen á allra næstu dögum. Einn skammtur dugar Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér bóluefni frá Janssen fyrir um 235 þúsund einstaklinga. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi hér á landi þann 11. mars og var það fjórða til þess að hljóta slíkt leyfi. Ólíkt bóluefnum Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca sem eru nú þegar í notkun á Íslandi dugar einn skammtur af efni Janssen til að veita fullnægjandi vernd gegn Covid-19. Niðurstöður klínískrar rannsóknar sem fram fór í Bandaríkjunum, Suður-Afríku og Suður-Ameríku sýna að bóluefni Janssen veitir öfluga vernd gegn Covid-19. Yfir 44 þúsund einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og reyndist bóluefnið fækka tilfellum Covid-19 með einkennum um 67% samanborið við lyfleysu. Benda niðurstöðurnar því til að bóluefnið veiti 67% vernd gegn sjúkdómnum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. 11. mars 2021 13:27 Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40
Bóluefni Janssen fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að bóluefni Janssen við Covid-19 verði veitt skilyrt markaðsleyfi í Evrópusambandinu til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 235 þúsund einstaklinga. 11. mars 2021 13:27
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54