Sveigjanleiki „siðferðileg skylda atvinnulífsins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 14:58 Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. Vísir/Vilhelm UNICEF og Kennarasamband Íslands eru meðal þeirra sem hafa hvatt vinnuveitendur til að sýna ástandinu sem nú er komið upp í samfélaginu skilning og veita starfsmönnum sínum sveigjanleika til að sinna heimili og störfum. Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira