Innlent

Smit í fjórum grunn­skólum í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Allir nemendur Laugalækjarskóla eru nú í sóttkví eftir að smit kom upp hjá nemanda í 8. bekk.
Allir nemendur Laugalækjarskóla eru nú í sóttkví eftir að smit kom upp hjá nemanda í 8. bekk. Vísir/Vilhelm

Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi.

Þá greindi RÚV frá því í gærkvöldi að starfsmaður sem vinnur í Vesturbæjarskóla hafi smitast af veirunni og þar er allur 2. bekkur nú í sóttkví.

Smit greindist einnig í Laugalækjarskóla í gærkvöldi eins og Vísir hefur þegar greint frá. Þar var um nemanda í 8. bekk að ræða og eru allir nemendur skólans nú komnir í sóttkví.

Áður hafði svo verið greint frá því að ellefu nemendur í Laugarnesskóla hafi greinst með kórónuveiruna á þriðjudag. Þar voru allir nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla sendir í sóttkví sem og allir þeir sem æfa fótbolta með 5. flokki karla hjá Þrótti eftir að smit greindust í árgangnum og flokknum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.