Innlent

Tveir úrskurðaðir í tíu vikna farbann

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan á vettvangi vegna manndrápsins við Rauðagerði.
Lögreglan á vettvangi vegna manndrápsins við Rauðagerði. Vísir

Tveir voru úrskurðaðir í tíu vikna farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna manndrápsins við Rauðagerði í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni nú síðdegis. Báðir þeirra sem nú hafa verið úrskurðaðir í farbann til 2. Júní höfðu áður sætt gæsluvarðhaldi, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fréttin verður uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×