Sóttvarnalæknir lagði til strangari reglur fyrir veitingastaði og útfarir Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:05 Reglugerð ráðherra gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi gesta í rými á veitingastöðum verði tuttugu manns. Sóttvarnalæknir lagði til að hámarkið yrði tíu manns. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra fylgdi tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaðgerðir vegna kórónuveirunnar í öllum meginatriðum. Sóttvarnalæknir lagði þó til enn strangari fjöldatakmörk við trúarathafnir og á veitingastöðum en teknar verða upp. Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tíu manna samkomubann og verulegar takmarkanir á alls kyns starfsemi í samfélaginu vegna hópsýkinga svonefnds bresks afbrigðis kórónuveirunnar voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Afbrigðið er talið meira smitandi og valda alvarlegri einkennum en þau afbrigði sem hafa greinst á Íslandi til þessa. Aðgerðirnar byggja á tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ráðherra veik aðeins frá tillögunum hvað varðaði samkomutakmarkanir í athöfnum trú- og lífsskoðunarfélaga og á veitingastöðum. Sóttvarnalæknir lagði til að við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, þar á meðal útfarir, yrðu að hámarki tuttugu gestir í minnisblaði sínu. Ráðherra greindi frá því að þrjátíu manns fengju að vera viðstaddir í persónu. Í sóttvarnareglunum er aftur á móti kveðið á um að skrá skuli þá sem eru viðstaddir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Gestir þurfa þó ekki að sitja í númeruðum sætum. Skráningu gesta var ekki að finna í tillögum sóttvarnalæknis um athafnirnar. Á veitingastöðum vildi sóttvarnalæknir takmarka gestafjölda við tíu manns í rými. Ráðherra tilkynnti að tuttugu gætu verið í einu og sama rými veitingastaða. Í minnisblaðinu kemur fram að breska afbrigðið sé mun meira smitandi en flest önnur afbrigði kórónuveirunnar. Norskar rannsóknir bendi til þess að spítalainnlagnir af völdum hennar séu meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára. Að tillögu sóttvarnalæknis ná samkomutakmarkanir og tveggja metra fjarlægðarregla nú til barna. Hann lagði til að börn fædd 2005 og síðar yrðu ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Í reglugerð ráðherra er gert ráð fyrir að takmarkanirnar nái til allra sem eru fæddir árið 2014 eða fyrr. Börn í leikskólum eru undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum samkvæmt reglugerðinni sem tekur gildi á miðnætti í samræmi við tillögu Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
Aftur íþróttabann Sett hefur verið á bann á íþróttaiðkun á nýjan leik. Bannið tekur gildi á miðnætti og gildir næstu þrjár vikurnar um allt land. 24. mars 2021 15:14