„Ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 12:34 Jóhann Björn Skúlason er yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Vísir/Baldur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir erfitt að segja til um hversu mikið samfélagslegt smit er orðið eða hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin. Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Áhyggjur séu af því að eitthvað svipað geti gerst annars staðar og hefur gerst í Laugarnesskóla eftir að kennari í skólanum greindist með veiruna um helgina. Ellefu nemendur við skólann greindust í gær og voru þeir allir í sóttkví. Nú skömmu fyrir hádegi voru um hundrað nemendur og á þriðja tug starfsmanna komnir í sóttkví en fleiri starfsmenn gætu bæst við í dag. „Þetta er afmarkaður hópur en þar sem við vitum ekki hvaðan uppruninn er, það er hvaðan þetta smit er að koma, þá getum við ekki útilokað að það sé smit einhvers staðar annars staðar. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þá höfum við áhyggjur af því að eitthvað svona geti gerst á fleiri stöðum eða blossað upp annars staðar,“ segir Jóhann Björn í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að breska afbrigðið væri nú ráðandi. Smitin sem komu upp um helgina voru af þeim stofni og þótt raðgreining liggi ekki fyrir varðandi smit gærdagsins er talið líklegast að þar sé einnig breska afbrigðið á ferð. Það afbrigði er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Spurður út í það hvort búast megi þar af leiðandi við því að fleiri af þeim sem hafa farið í sóttkví nú greinist en áður við svipaðar aðstæður segir Jóhann það eiga eftir að koma í ljós. „Það er ekkert óeðlilegt við það að það fari margir í sóttkví þegar upp koma svona tilfelli og við erum með jafnopið samfélag við erum með núna.“ Jóhann segir að í ljósi stöðunnar sé ástæða fyrir fólk að huga að sínu nærumhverfi og meta áhættuna af því að vera í mörgum hópum og vera að hitta mjög marga. Þá hvetur hann almenning til að hafa sem lægstan þröskuld fyrir sýnatöku, það er að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira