Það fóru fjölmargir leikir fram í undankeppni HM í Katar í kvöld en alls voru tólf leikir á dagskránni í dag.
Í A-riðlinum unnu Portúgalar 1-0 sigur á Aserbaídsjan á heimavelli en sigurmarkið var sjálfsmark Maksim Medvedev á 36. mínútu.
Í sama riðli unnu Serbar 3-2 sigur á Írlandi. Írar komust í 1-0 en Serbar svöruðu með tveimur mörkum frá Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic.
Í D-riðlinum voru jafnteflin tvö í tveimur leikjum. Finnland og Bosnía og Hersegóvína gerðu 2-2 jafntefli. Teemu Pukki skoraði bæði mörk Finna en Miralem Pjanic og Miroslav Stevanovic mörk gestanna.
Frakkland gerði einungis jafntefli við Úkraínu á heimavelli. Antoine Griezmann kom Frökkum yfir á nítjándu mínútu með fallegu skoti en sjálfsmark Presnel Kimpembe sá til þess að lokatölurnar urðu 1-1.
Ukraine vs. France:
— Squawka Football (@Squawka) March 24, 2021
Shots on target: 0
Goals: 1
🙃 https://t.co/rknitbPCGm
Belgía og Tékkland eru með þrjú stig eftir fyrstu umferðina í E-riðlinum. Harry Wilson kom Wales yfir gegn Belgum en Kevin de Bruyne og Thorgan Hazard tryggðu Belgum stigin þrjú.
Tékkar unnu 6-2 sigur á Eistlandi. Tomas Soucek gerði þrjú mörk fyrir Tékka, Jakub Jankto, Antonio Barak og Patrik Schik eitt mark hver. Henri Anier og Rauno Sappinen skoruðu mörk Eista.
Fyrr í dag unnu Tyrkir 4-2 sigur á Hollandi í G-riðlinum. Noregur vann 3-0 sigur á Gíbraltar í fyrsta leik Ståle Solbakken en mörkin skoruðu Alexander Sorlöth, Kristian Thorstvedt og Jonas Svensson.
Kampen er slutt og ender med en fullt fortjent 3-0-seier til Norge👍 Sørloth, Thorstvedt og Svensson med hver sin scoring. #GIBNOR pic.twitter.com/u2d234Yg6o
— Fotballandslaget (@nff_landslag) March 24, 2021
A-riðill:
Portúgal - Aserbaídjsan 1-0
Serbía - Írland 3-2
D-riðill:
Finnlæand - Bosnía og Hersegóvína 2-2
Frakkland - Úkraína 1-1
E-riðill:
Belgía - Wales 3-1
Eistland - Tékkland 2-6
G-riðill:
Tyrkland - Holland 4-2
Gíbraltar - Noregur 0-3
Lettland - Svartfjallaland 1-2
H-riðill:
Kýpur - Slóvakía 0-0
Malta - Rússland 1-3
Slóvenía - Króatía 1-0