Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi og brýnir fyrir almenningi að haga sér skynsamlega. Vísir/Vilhelm Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira