Innlent

Vaktin: Ráðherrar leggjast yfir tillögur Þórólfs og kynna aðgerðir

Atli Ísleifsson og Eiður Þór Árnason skrifa
Frá fyrri upplýsingafundi Almannavarna og Embættis landlæknis.
Frá fyrri upplýsingafundi Almannavarna og Embættis landlæknis. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu í morgun til aukaupplýsingafundar klukkan 11 í dag. Hálftíma síðar var hætt við fundinn. 

Fjöldi smita sem greindist innanlands virðist vera kveikja óvissuástandsins. Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar um hertar aðgerðir innanlands í dag.

Sautján greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Þrír voru utan sóttkvíar. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að gripið verði til harðra aðgerða hið snarasta. Reiknað er með því að boðað verði til upplýsingafundar seinni partinn að loknum fundi ríkisstjórnar.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“

Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins.

Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví

Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×