„Eiður, þú ert í þjálfararteyminu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 12:32 Eiður Smári Guðjohnsen freistaðist til að vera með á æfingunni í gær. Vísir/Vilhelm Það voru ekki bara leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu sem tóku þátt í æfingunni í Düsseldorf í Þýskalandi í gær. Eiður Smári Guðjohnsen er nú aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en eins og allir vita þá er þarna á ferðinni einn allra besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Eiður Smári er staddur í Þýskalandi í sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins en hann er í þjálfarateyminu með Arnari Þór Viðarssyni og Lars Lagerbäck. Framundan er leikur á móti Þýskalandi sem er fyrsti leikurinn í undankeppni HM 2022. Eiður Smári er auðvitað stór fyrirmynd hjá gullkynslóð íslenska liðsins enda langbesti leikmaður landsliðsins þegar þeir voru að alast upp. Eiður Smári er hættur að spila fótbolta en kitlar ennþá greinilega í tærnar að vera með. Það sást á æfingu liðsins í gær. Twitter síða Knattspyrnusambands Íslands, sem tjáir sig á ensku, skaut aðeins á aðstoðarþjálfarann í færslu. Yes,@Eidur22Official, we know you still got the magic, but you´re on the coaching staff now ... ;-) pic.twitter.com/hAJiAQB0MN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 „Já Eiður, við vitum að þú er ennþá með galdrana í skónum en þú ert í þjálfararteyminu núna,“ sagði í færslunni hér fyrir ofan. Það mátti líka sjá myndband af Eiði Smára á æfingunni og þar var Arnar Þór Viðarsson líka að sýna smá takta. „Eru þeir þjálfarar eða leikmenn? Þegar þeir stíga inn á grasið þá standast þeir stundum ekki freistinguna,“ sagði í færslunni á Twitter síðu KSÍ. Myndbandið er hér fyrir neðan. Are they coaches or players? Stepping onto the grass, they sometimes just can´t resist the temptation. pic.twitter.com/kkb71aiDRk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 HM 2022 í Katar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er nú aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en eins og allir vita þá er þarna á ferðinni einn allra besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Eiður Smári er staddur í Þýskalandi í sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins en hann er í þjálfarateyminu með Arnari Þór Viðarssyni og Lars Lagerbäck. Framundan er leikur á móti Þýskalandi sem er fyrsti leikurinn í undankeppni HM 2022. Eiður Smári er auðvitað stór fyrirmynd hjá gullkynslóð íslenska liðsins enda langbesti leikmaður landsliðsins þegar þeir voru að alast upp. Eiður Smári er hættur að spila fótbolta en kitlar ennþá greinilega í tærnar að vera með. Það sást á æfingu liðsins í gær. Twitter síða Knattspyrnusambands Íslands, sem tjáir sig á ensku, skaut aðeins á aðstoðarþjálfarann í færslu. Yes,@Eidur22Official, we know you still got the magic, but you´re on the coaching staff now ... ;-) pic.twitter.com/hAJiAQB0MN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 „Já Eiður, við vitum að þú er ennþá með galdrana í skónum en þú ert í þjálfararteyminu núna,“ sagði í færslunni hér fyrir ofan. Það mátti líka sjá myndband af Eiði Smára á æfingunni og þar var Arnar Þór Viðarsson líka að sýna smá takta. „Eru þeir þjálfarar eða leikmenn? Þegar þeir stíga inn á grasið þá standast þeir stundum ekki freistinguna,“ sagði í færslunni á Twitter síðu KSÍ. Myndbandið er hér fyrir neðan. Are they coaches or players? Stepping onto the grass, they sometimes just can´t resist the temptation. pic.twitter.com/kkb71aiDRk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021
HM 2022 í Katar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira