„Eiður, þú ert í þjálfararteyminu núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 12:32 Eiður Smári Guðjohnsen freistaðist til að vera með á æfingunni í gær. Vísir/Vilhelm Það voru ekki bara leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu sem tóku þátt í æfingunni í Düsseldorf í Þýskalandi í gær. Eiður Smári Guðjohnsen er nú aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en eins og allir vita þá er þarna á ferðinni einn allra besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Eiður Smári er staddur í Þýskalandi í sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins en hann er í þjálfarateyminu með Arnari Þór Viðarssyni og Lars Lagerbäck. Framundan er leikur á móti Þýskalandi sem er fyrsti leikurinn í undankeppni HM 2022. Eiður Smári er auðvitað stór fyrirmynd hjá gullkynslóð íslenska liðsins enda langbesti leikmaður landsliðsins þegar þeir voru að alast upp. Eiður Smári er hættur að spila fótbolta en kitlar ennþá greinilega í tærnar að vera með. Það sást á æfingu liðsins í gær. Twitter síða Knattspyrnusambands Íslands, sem tjáir sig á ensku, skaut aðeins á aðstoðarþjálfarann í færslu. Yes,@Eidur22Official, we know you still got the magic, but you´re on the coaching staff now ... ;-) pic.twitter.com/hAJiAQB0MN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 „Já Eiður, við vitum að þú er ennþá með galdrana í skónum en þú ert í þjálfararteyminu núna,“ sagði í færslunni hér fyrir ofan. Það mátti líka sjá myndband af Eiði Smára á æfingunni og þar var Arnar Þór Viðarsson líka að sýna smá takta. „Eru þeir þjálfarar eða leikmenn? Þegar þeir stíga inn á grasið þá standast þeir stundum ekki freistinguna,“ sagði í færslunni á Twitter síðu KSÍ. Myndbandið er hér fyrir neðan. Are they coaches or players? Stepping onto the grass, they sometimes just can´t resist the temptation. pic.twitter.com/kkb71aiDRk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 HM 2022 í Katar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er nú aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en eins og allir vita þá er þarna á ferðinni einn allra besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Eiður Smári er staddur í Þýskalandi í sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins en hann er í þjálfarateyminu með Arnari Þór Viðarssyni og Lars Lagerbäck. Framundan er leikur á móti Þýskalandi sem er fyrsti leikurinn í undankeppni HM 2022. Eiður Smári er auðvitað stór fyrirmynd hjá gullkynslóð íslenska liðsins enda langbesti leikmaður landsliðsins þegar þeir voru að alast upp. Eiður Smári er hættur að spila fótbolta en kitlar ennþá greinilega í tærnar að vera með. Það sást á æfingu liðsins í gær. Twitter síða Knattspyrnusambands Íslands, sem tjáir sig á ensku, skaut aðeins á aðstoðarþjálfarann í færslu. Yes,@Eidur22Official, we know you still got the magic, but you´re on the coaching staff now ... ;-) pic.twitter.com/hAJiAQB0MN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 „Já Eiður, við vitum að þú er ennþá með galdrana í skónum en þú ert í þjálfararteyminu núna,“ sagði í færslunni hér fyrir ofan. Það mátti líka sjá myndband af Eiði Smára á æfingunni og þar var Arnar Þór Viðarsson líka að sýna smá takta. „Eru þeir þjálfarar eða leikmenn? Þegar þeir stíga inn á grasið þá standast þeir stundum ekki freistinguna,“ sagði í færslunni á Twitter síðu KSÍ. Myndbandið er hér fyrir neðan. Are they coaches or players? Stepping onto the grass, they sometimes just can´t resist the temptation. pic.twitter.com/kkb71aiDRk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021
HM 2022 í Katar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira