Innlent

Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lagt var upp með að bílum yrði aðeins lagt úti í hægri vegakanti á Suðurstrandarvegi. Það fór út um þúfur þegar leið á daginn.
Lagt var upp með að bílum yrði aðeins lagt úti í hægri vegakanti á Suðurstrandarvegi. Það fór út um þúfur þegar leið á daginn.

Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl.

Strax á ellefta tímanum í morgun hafði myndast um tveggja kílómetra löng bílaröð á Suðurstrandarvegi sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks að gossvæðinu.

Bílaröðin hélt áfram að lengjast eftir því sem leið á daginn og um tíma var bílaröðin líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum.

Egill Aðalsteinsson og Jóhann K. Jóhannsson sendu okkur þetta myndskeið úr bíl fréttastofunnar sem ók fram hjá bílaröðinni á Suðurstrandarvegi seinni partinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×