Leigja hótel og skikka fólk af eldrauðu svæðunum í sóttvarnahús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 11:46 Svandís ræddi tillögurnar við fréttamenn fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tvær tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir er tengjast landamærunum og kórónuveirufaraldrinum. Börn munu nú einnig fara í sýnatöku við komuna til landsins og þá munu þeir sem koma frá eldrauðu svæðunum í Evrópu dvelja dagana fimm fram að seinni skimun í sóttvarnarhúsi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Til að geta tekið við öllu þessu fólki stendur til að taka hótel og fleiri rými á leigu. Hve mörg þau verða liggur ekki fyrir. Svandís reiknar með því að reglugerðin um börnin taki gildi strax á morgun en breytingin varðandi rauðu svæðin og sóttvarnahús um leið og húsnæði verður tilbúið. Bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem koma frá verst settu löndunum hvað veiruna varðar þurfa að fara í sóttvarnahús. Dæmi um slík lönd í dag eru Pólland og Ungverjaland að sögn Svandísar auk fleiri landa. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að meginreglan verði sú að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Allir þeir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga dvelji í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Það sama gildir um fólk sem kemur frá löndum þar sem skortir upplýsingar um nýgengi smita. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl og gildir til loka þess mánaðar. Mörg dæmi um jákvæð sýni í seinni skimun Núverandi fyrirkomulag á landamærum hljóðar upp á að komið sé með neikvætt vottorð, farið í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar með sóttkví á milli. Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkvína á milli sýnataka. „Við erum að sjá svo mörg dæmi um að það eru að koma jákvæð sýni í seinni skimun,“ segir Svandís. Þetta kort á vef Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar er frá 18. mars. Það uppfærist á tveggja vikna fresti. Áhyggjur hafa verið af því að fólk ferðist mögulega á milli landa í aðdraganda þess að flogið sé til Íslands frá svæði sem sé ekki eldrautt. Svandís segir erfitt að koma í veg fyrir það. Aðgerðirnar byggi áfram að stóru leyti á því að treysta fólki. Ekki sé hægt að rekja ferðir hvers og eins. Tilbúin að grípa inn í með skömmum fyrirvara Svandís nefndi jafnframt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væri með minnisblað tilbúið ef grípa þurfi til aðgerða innanlands með skömmum fyrirvara. „Við munum hafa hraðar hendur ef til þess kemur,“ segir Svandís. Tölurnar í dag hafi sem betur fer verið góðar en einn greindist smitaður innanlands í gær og var í sóttkví. „Ef útlit er fyrir nýja bylgju verður brugðist hratt við.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Börn munu nú einnig fara í sýnatöku við komuna til landsins og þá munu þeir sem koma frá eldrauðu svæðunum í Evrópu dvelja dagana fimm fram að seinni skimun í sóttvarnarhúsi. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Til að geta tekið við öllu þessu fólki stendur til að taka hótel og fleiri rými á leigu. Hve mörg þau verða liggur ekki fyrir. Svandís reiknar með því að reglugerðin um börnin taki gildi strax á morgun en breytingin varðandi rauðu svæðin og sóttvarnahús um leið og húsnæði verður tilbúið. Bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sem koma frá verst settu löndunum hvað veiruna varðar þurfa að fara í sóttvarnahús. Dæmi um slík lönd í dag eru Pólland og Ungverjaland að sögn Svandísar auk fleiri landa. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að meginreglan verði sú að börn fædd 2005 eða síðar fari í sýnatöku á landamærum og sæti fimm daga sóttkví. Allir þeir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga dvelji í sóttvarnahúsi meðan á fimm daga sóttkví stendur nema þeir hafi framvísað gildu bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrra smit. Það sama gildir um fólk sem kemur frá löndum þar sem skortir upplýsingar um nýgengi smita. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl og gildir til loka þess mánaðar. Mörg dæmi um jákvæð sýni í seinni skimun Núverandi fyrirkomulag á landamærum hljóðar upp á að komið sé með neikvætt vottorð, farið í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar með sóttkví á milli. Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkvína á milli sýnataka. „Við erum að sjá svo mörg dæmi um að það eru að koma jákvæð sýni í seinni skimun,“ segir Svandís. Þetta kort á vef Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar er frá 18. mars. Það uppfærist á tveggja vikna fresti. Áhyggjur hafa verið af því að fólk ferðist mögulega á milli landa í aðdraganda þess að flogið sé til Íslands frá svæði sem sé ekki eldrautt. Svandís segir erfitt að koma í veg fyrir það. Aðgerðirnar byggi áfram að stóru leyti á því að treysta fólki. Ekki sé hægt að rekja ferðir hvers og eins. Tilbúin að grípa inn í með skömmum fyrirvara Svandís nefndi jafnframt að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væri með minnisblað tilbúið ef grípa þurfi til aðgerða innanlands með skömmum fyrirvara. „Við munum hafa hraðar hendur ef til þess kemur,“ segir Svandís. Tölurnar í dag hafi sem betur fer verið góðar en einn greindist smitaður innanlands í gær og var í sóttkví. „Ef útlit er fyrir nýja bylgju verður brugðist hratt við.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44
Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54