Innlent

Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn.
Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn.

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu við fréttastofu.

Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Í tilkynningu frá lögreglu í gær kom fram að ætluð brot mannsins hefðu verið framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári.

Þá hefur karlmaðurinn stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu.

Svala Lind Ægisdóttir var í viðtali í Íslandi í dag í gær þar sem hún lýsti síðustu mánuðum. 


Tengdar fréttir

„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“

Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans.

Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×