„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2021 07:02 Rúrik Gíslason hefur gjörsamlega farið á kostum í þáttunum. @marinó flóvent/Instagram-síða Rúriks „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár. Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“ Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“
Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira