„Maður sér svona bláa mekki yfir og svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður,“ segir Samúel.
Þið hafið verið að vísa fólki frá. Fólk er enn að koma þrátt fyrir viðvaranir almannavarna?
„Já, það virðist vera. Það hefur verið að vísa ansi mörgum frá nú í morgun. Þetta er ekki alveg nógu gott.“
Telur þú að það væri gott að fara þá leið að stika svæðið út og hafa þá kannski bara eina leið, til og frá svæðinu?
„Ég ætla nú ekki að segja til um það, en ég held að það væri sniðugt að fólk myndi bíða á meðan veðrið er ekki gott. Það væri þá betra að finna góða leið þangað upp í góðu veðri.“

Hvernig var þetta fyrir ykkur að vera á þessu svæði?
„Þetta var bara krefjandi. Maður er búinn að þvælast og sjá mikið, en þetta var erfitt stundum.“
Fenguð þið margar aðstoðarbeiðnir í gærkvöldi og í nótt?
„Já, mig grunar það. Við höfum auðvitað ekki verið að fá þær sjálfir, heldur aðgerðastjórn. Svo höfum við verið sendir í verkefni að leita á ákveðnum stöðum,“ segir Samúel.