Björn Steinbekk var á ferðinni í Geldingadal í nótt og fangaði hann eldgosið úr lofti með dróna. Það er óhætt að segja að útkoman sé tignarleg en myndbandið má sjá hér að neðan.
Eldgosið fangað úr lofti í nótt

Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir.
Tengdar fréttir

Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu
Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.

Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag
Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal.

Magnað myndskeið af gosinu: Kvikan fossaði niður þegar gígurinn hrundi
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og var þónokkur fjöldi fólks, bæði almenningur og viðbragðsaðilar, á svæðinu þegar frétta- og tökumenn Stöðvar 2 voru á svæðinu í dag.

Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans
Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni.

Myndskeið af eldgosinu
Hraunið flæðir upp úr jörðinni í Geldingadal á Reykjanesi. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja um lítið eldgos að ræða.