Lífið

Eldgosið fangað úr lofti í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Hraunið rann í ám í nótt.
Hraunið rann í ám í nótt. Björn Steinbekk

Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir.

Björn Steinbekk var á ferðinni í Geldingadal í nótt og fangaði hann eldgosið úr lofti með dróna. Það er óhætt að segja að útkoman sé tignarleg en myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu

Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.

Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans

Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni.

Myndskeið af eldgosinu

Hraunið flæðir upp úr jörðinni í Geldingadal á Reykjanesi. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja um lítið eldgos að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.