Innlent

Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradallsfjall á föstudagskvöldið.
Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradallsfjall á föstudagskvöldið. Vísir/RAX

Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.

Þeirra á meðal er Ragnar Axelsson ljósmyndari en hann er einn hinna færustu og reynslumestu í faginu þegar kemur að því að fanga landslag og náttúru á filmu en hann tók þessar stórkostlegu myndir á gossvæðinu í gær.

Þótt gosið þyki lítið sést glögglega hve lítil manneskjan er í samanburði í nálægð við flæðandi hraunið.Vísir/RAX
Hraunið hefur að mestu flætt í vesturátt.Vísir/RAX
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gosið hófst.Vísir/RAX
Sumir hafa ekki látið myrkrið stoppa sig en hér sést hvar fólk stendur og fylgist með gosinu á hæð skammt frá stæsta gígnum í gærkvöldi.Vísir/RAX
Eldgos eru ekki hættulaus en töluverð gasmengun hefur mælst við gosstöðvarnar í Geldingadal. Því er mikilvægt að hafa varann á í gennd við gosið og huga að vindátt.Vísir/RAX
Logandi hraunið skvettist upp úr gígum gossins.Vísir/RAX
Sumir hafa hætt sér ansi nálægt.Vísir/RAX


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.