Innlent

Dómur fyrir árás á öryggis­vörð Lands­bankans stað­festur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Örn á leiðinni inn í Landsbankann.
Kristján Örn á leiðinni inn í Landsbankann.

Landsréttur staðfesti í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristjáni Erni Elíassyni fyrir árás á öryggisvörð í Landsbankanum. Hann þarf að greiða öryggisverðinum hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn var kveðinn upp eftir hádegi í dag.

Kristján var í nóvember 2019 dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörðinn í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá var honum í héraði gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur.

Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017.

Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.

Dóm Landsréttar má sjá hér

.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×