Veiran gæti hafa dreift sér víðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2021 12:25 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur alla með minnstu einkenni til að fara í skimun til að betur sjáist hvort veiran hafi náð að dreifa sér. Vísir/Vilhelm Um tuttugu hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi á meðan á faraldrinu hefur staðið. Sá sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudaginn er einn þeirra. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að veiran hafi dreift sér víðar en menn héldu og hvetur því alla með einkenni að mæta í skimun. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við smitið á miðvikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn hafi ekki tekist að finna út hvar einstaklingurinn smitaðist og að það valdi áhyggjum. „Við vitum að þetta er breska afbrigðið af veirunni. Við ekki nákvæmlega hvaðan smitið hefur komið en það er svona dálítið óþægilegt að vera í þeirri óvissu hvort að það séu fleiri smitaðir þarna úti,“ segir Þórólfur. „Öll tilfellin sem við hafa verið að greinast undanfarið við höfum getað rakið þau og þau hafa langflest verið í sóttkví og það er orðið langt síðan að við greindum fólk utan sóttkvíar þar til í fyrradag og auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta gæti verið komið eitthvað víðar án þess að maður viti af því. Þá er um að gera að halda áfram að hvetja fólk sem að finnur til minnstu einkenna að drífa sig í sýnatöku og við munum skima bara eins marga og við getum í kringum þetta fólk og þannig fá svona betri mynd á stöðuna.“ Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm greindust með veiruna í síðari landamæraskimun. „Við höfum náttúrulega verið með strangt eftirlit með þeim sem að hafa verið að greinast á landamærum og okkur hefur tekist að halda þessu svona innan marka fram að þessu. Þangað til við fengum þessa hópsýkingu núna um daginn og svo þetta staka tilfelli. Er þetta byrjunin á einhverju öðru það er ómögulegt að segja til um það, það verður bara að koma í ljós.“ Þórólfur segir þeim hafa fjölgað undanfarið sem greinast hafa með breska afbrigði veirunnar. „Það er eitthvað rúmlega tuttugu innanlands. Það eru yfir hundrað í allt. Flest er þetta tengt landamærunum og svo í kringum landamærin og svo var náttúrulega stór hópur þarna í þessu hópsmiti sem kom upp fyrir tveimur vikum en við höfum ekki séð meiri útbreiðslu eins og staðan er núna.“ Víða í Evrópu var í dag byrjað að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný. Þórólfur segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það hvort og hvenær bólusetningar hefjist á ný á Íslandi með bóluefninu. Til greina komi að nota bóluefnið ekki fyrir ákveðna hópa. „Ég hugsa að við ákveðum það nú bara seinna í dag. Við þurfum bara að ræða við nokkra aðila og fá mismunandi sjónarhorn á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við smitið á miðvikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn hafi ekki tekist að finna út hvar einstaklingurinn smitaðist og að það valdi áhyggjum. „Við vitum að þetta er breska afbrigðið af veirunni. Við ekki nákvæmlega hvaðan smitið hefur komið en það er svona dálítið óþægilegt að vera í þeirri óvissu hvort að það séu fleiri smitaðir þarna úti,“ segir Þórólfur. „Öll tilfellin sem við hafa verið að greinast undanfarið við höfum getað rakið þau og þau hafa langflest verið í sóttkví og það er orðið langt síðan að við greindum fólk utan sóttkvíar þar til í fyrradag og auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta gæti verið komið eitthvað víðar án þess að maður viti af því. Þá er um að gera að halda áfram að hvetja fólk sem að finnur til minnstu einkenna að drífa sig í sýnatöku og við munum skima bara eins marga og við getum í kringum þetta fólk og þannig fá svona betri mynd á stöðuna.“ Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm greindust með veiruna í síðari landamæraskimun. „Við höfum náttúrulega verið með strangt eftirlit með þeim sem að hafa verið að greinast á landamærum og okkur hefur tekist að halda þessu svona innan marka fram að þessu. Þangað til við fengum þessa hópsýkingu núna um daginn og svo þetta staka tilfelli. Er þetta byrjunin á einhverju öðru það er ómögulegt að segja til um það, það verður bara að koma í ljós.“ Þórólfur segir þeim hafa fjölgað undanfarið sem greinast hafa með breska afbrigði veirunnar. „Það er eitthvað rúmlega tuttugu innanlands. Það eru yfir hundrað í allt. Flest er þetta tengt landamærunum og svo í kringum landamærin og svo var náttúrulega stór hópur þarna í þessu hópsmiti sem kom upp fyrir tveimur vikum en við höfum ekki séð meiri útbreiðslu eins og staðan er núna.“ Víða í Evrópu var í dag byrjað að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný. Þórólfur segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það hvort og hvenær bólusetningar hefjist á ný á Íslandi með bóluefninu. Til greina komi að nota bóluefnið ekki fyrir ákveðna hópa. „Ég hugsa að við ákveðum það nú bara seinna í dag. Við þurfum bara að ræða við nokkra aðila og fá mismunandi sjónarhorn á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32