Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 17:27 Verulega hefur fjölgað í sóttkví en 22 voru skráðir í sóttkví klukkan 11 í dag. Vísir/Vilhelm Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að yfir fimmtíu starfsmenn Landspítalans verði sendir í sóttkví og skimun vegna umrædds smits. Milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn í sóttkví Konan sem greindist í gær var starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum. Hún hafði ekki verið við vinnu frá því í byrjun mars en sótti starfsmannagleði á sunnudag. Engir gestir eru því taldir vera í smithættu. Eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að starfsmaðurinn væri einkennalítill og að engir samstarfsmenn hafi fundið fyrir einkennum. Milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki væri búið að rekja smitið og að tilfellið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Hann sagðist vona að hópsýkingin sem kom upp fyrir tveimur vikum væri yfirstaðin en tók fram að ekki væri hægt að útiloka eitthvað samfélagslegt smit út frá tilfellinu sem greindist í gær. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af smitinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. 18. mars 2021 15:26 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að yfir fimmtíu starfsmenn Landspítalans verði sendir í sóttkví og skimun vegna umrædds smits. Milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn í sóttkví Konan sem greindist í gær var starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum. Hún hafði ekki verið við vinnu frá því í byrjun mars en sótti starfsmannagleði á sunnudag. Engir gestir eru því taldir vera í smithættu. Eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að starfsmaðurinn væri einkennalítill og að engir samstarfsmenn hafi fundið fyrir einkennum. Milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki væri búið að rekja smitið og að tilfellið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Hann sagðist vona að hópsýkingin sem kom upp fyrir tveimur vikum væri yfirstaðin en tók fram að ekki væri hægt að útiloka eitthvað samfélagslegt smit út frá tilfellinu sem greindist í gær. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af smitinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. 18. mars 2021 15:26 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. 18. mars 2021 15:26
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32