Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 21:46 Mourinho í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. „Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Írland - Armenía | Pressa á Heimi Lettland - England | Enskir geta tryggt sig inn á HM Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Sjá meira