Covid-kreppa Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2021 16:01 Það má segja að Trump sé fórnarlamb eigin aðgerðaleysis hvað varðar Covid-19. Á meðan margir milljarðamæringar hafa hagnast gríðarlega síðustu misseri hefur öðrum ekki farnast jafn vel í heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir. Meðal þeirra er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en eignir hans eru taldar hafa dregist saman um 700 milljónir dala á meðan hann sat í Hvíta húsinu. Þær eru nú sagðar nema um 2,3 milljörðum dala. Tapið má að stórum hluta rekja til Covid-19 en aðgerðir vegna faraldursins hafa leitt til umtalsverðs tekjutaps Trump-veldisins, sem samanstendur meðal annars af skrifstofubyggingum, hótelum og afþreyingarrekstri. Bloomberg tók sig til á dögunum og reiknaði út auð Trumps áður en hann varð forseti og eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. Samkvæmt þeim telja fasteignir í útleigu um þrjá fjórðuhluta umsvifa Trump-veldisins en virði skrifstofubygginga hefur lækkað verulega í faraldrinum, í kjölfar þess að margir neyddust til eða völdu að vinna heiman frá. Miðillinn áætlar að virði þessara eigna Trump hafi dregist saman um allt að 26 prósent. Trump á einnig og rekur hótel, auk þess að leigja hótelum nafn sitt. Þá á hann nítján golfvelli en ferðatakmarkanir hafa eins og kunnugt er sett strik í reikninginn í ferðamannaiðnaðinum. Þá var skammt högga á milli í kjölfar óeirðanna við og í bandaríska þinghúsinu í Washington D.C. í janúar síðastliðnum en þá ákvað PGA að rifta samningi um að halda meistarmót sitt á golfvelli Trump í New Jersey, auk þess sem Deutsche Bank ákvað að slíta tengslum við Trump. Trump er til rannsóknar víðsvegar um Bandaríkin, bæði í tengslum við viðskiptaveldi sitt og athafnir sínar í embætti. BBC getur þess þó að hann gæti hagnast myndarlega á því að gefa út æviminningar sínar og þá sé gróðavon í stofnun fjöl- og/eða samfélagsmiðla. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Meðal þeirra er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en eignir hans eru taldar hafa dregist saman um 700 milljónir dala á meðan hann sat í Hvíta húsinu. Þær eru nú sagðar nema um 2,3 milljörðum dala. Tapið má að stórum hluta rekja til Covid-19 en aðgerðir vegna faraldursins hafa leitt til umtalsverðs tekjutaps Trump-veldisins, sem samanstendur meðal annars af skrifstofubyggingum, hótelum og afþreyingarrekstri. Bloomberg tók sig til á dögunum og reiknaði út auð Trumps áður en hann varð forseti og eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. Samkvæmt þeim telja fasteignir í útleigu um þrjá fjórðuhluta umsvifa Trump-veldisins en virði skrifstofubygginga hefur lækkað verulega í faraldrinum, í kjölfar þess að margir neyddust til eða völdu að vinna heiman frá. Miðillinn áætlar að virði þessara eigna Trump hafi dregist saman um allt að 26 prósent. Trump á einnig og rekur hótel, auk þess að leigja hótelum nafn sitt. Þá á hann nítján golfvelli en ferðatakmarkanir hafa eins og kunnugt er sett strik í reikninginn í ferðamannaiðnaðinum. Þá var skammt högga á milli í kjölfar óeirðanna við og í bandaríska þinghúsinu í Washington D.C. í janúar síðastliðnum en þá ákvað PGA að rifta samningi um að halda meistarmót sitt á golfvelli Trump í New Jersey, auk þess sem Deutsche Bank ákvað að slíta tengslum við Trump. Trump er til rannsóknar víðsvegar um Bandaríkin, bæði í tengslum við viðskiptaveldi sitt og athafnir sínar í embætti. BBC getur þess þó að hann gæti hagnast myndarlega á því að gefa út æviminningar sínar og þá sé gróðavon í stofnun fjöl- og/eða samfélagsmiðla.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira