Segir fáránlegt að Viðar hafi ekki verið valinn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2021 13:31 Viðar Örn Kjartansson skoraði gegn Dönum á Parken síðasta haust, í Þjóðadeildinni. Getty/Gaston Szermann Síðasta hálfa árið eða svo hafa framherjarnir fjórir í nýjasta, íslenska landsliðshópnum í fótbolta skorað samtals eitt mark fyrir sín félagslið, en Viðar Örn Kjartansson skorað fjögur. Viðar var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar, sem tilkynntur var í gær. Í hópnum eru hins vegar þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Ísland á fyrir höndum leiki við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein dagana 25., 28. og 31. mars. „Maðurinn er stórstjarna í Noregi“ Björn skoraði eitt mark á síðasta ári, með Lilleström í norsku 1. deildinni í september, en er nú kominn til Molde og búinn að byrja þrjá leiki í Evrópudeildinni á síðustu vikum. Hólmbert hefur lítið spilað og ekkert skorað fyrir Brescia í ítölsku B-deildinni. Jón Daði hefur skorað eitt mark í 32 leikjum í ensku B-deildinni í vetur, og Kolbeinn Sigþórsson, sem nú er orðinn leikmaður Gautaborgar, skoraði síðast mark haustið 2019. „Mér finnst mjög sérstakt að Viðar Örn Kjartansson sé ekki í þessum landsliðshópi. Maðurinn er stórstjarna í Noregi. Hann raðar inn (mörkum),“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í Bylgjuappinu. Umræðan um landsliðið er í upphafi þáttar. Viðar skoraði níu mörk í 14 leikjum fyrir Vålerenga í fyrrahaust en hefur ekkert spilað að undanförnu enda keppnisbann í Noregi og ekki áætlað að tímabilið þar hefjist fyrr en í maí. Viðar skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í nóvember. Greinilega að leita að vel skilgreindum framherja „Hvað gerðist í síðasta landsleikjahléi? Jú, skoraði hann ekki? Þetta er bara maður sem á að skora mörk. Björn Bergmann skorar engin mörk. Hann er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög vinnusamur og góður í því sem hann gerir, en við þurfum að hafa menn uppi á topp. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt,“ sagði Ríkharð. Aðspurður hvern hann hefði tekið út úr landsliðshópnum til að koma Viðari inn svaraði hann: „Ég hefði alltaf bara tekið Björn Bergmann út úr liðinu og sett Viðar inn.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson voru með Rikka í þættinum. Kjartan velti upp þeirri spurningu hvort ekki hefði verið sniðugt að taka Viðar inn í hópinn þar sem hann væri ólíkur hinum framherjunum: „Það er greinilegt að þeir (landsliðsþjálfararnir) eru að leita að vel skilgreindri framherjatýpu. Þetta eru allt sterkir strákar sem að eiga að geta haldið bolta. Þá spyr maður sig hvort það sé betra að hafa fjóra mjög líka leikmenn eða eitt „wild card“ eins og Viðar.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Viðar var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar, sem tilkynntur var í gær. Í hópnum eru hins vegar þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Ísland á fyrir höndum leiki við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein dagana 25., 28. og 31. mars. „Maðurinn er stórstjarna í Noregi“ Björn skoraði eitt mark á síðasta ári, með Lilleström í norsku 1. deildinni í september, en er nú kominn til Molde og búinn að byrja þrjá leiki í Evrópudeildinni á síðustu vikum. Hólmbert hefur lítið spilað og ekkert skorað fyrir Brescia í ítölsku B-deildinni. Jón Daði hefur skorað eitt mark í 32 leikjum í ensku B-deildinni í vetur, og Kolbeinn Sigþórsson, sem nú er orðinn leikmaður Gautaborgar, skoraði síðast mark haustið 2019. „Mér finnst mjög sérstakt að Viðar Örn Kjartansson sé ekki í þessum landsliðshópi. Maðurinn er stórstjarna í Noregi. Hann raðar inn (mörkum),“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í Bylgjuappinu. Umræðan um landsliðið er í upphafi þáttar. Viðar skoraði níu mörk í 14 leikjum fyrir Vålerenga í fyrrahaust en hefur ekkert spilað að undanförnu enda keppnisbann í Noregi og ekki áætlað að tímabilið þar hefjist fyrr en í maí. Viðar skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í nóvember. Greinilega að leita að vel skilgreindum framherja „Hvað gerðist í síðasta landsleikjahléi? Jú, skoraði hann ekki? Þetta er bara maður sem á að skora mörk. Björn Bergmann skorar engin mörk. Hann er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög vinnusamur og góður í því sem hann gerir, en við þurfum að hafa menn uppi á topp. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt,“ sagði Ríkharð. Aðspurður hvern hann hefði tekið út úr landsliðshópnum til að koma Viðari inn svaraði hann: „Ég hefði alltaf bara tekið Björn Bergmann út úr liðinu og sett Viðar inn.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson voru með Rikka í þættinum. Kjartan velti upp þeirri spurningu hvort ekki hefði verið sniðugt að taka Viðar inn í hópinn þar sem hann væri ólíkur hinum framherjunum: „Það er greinilegt að þeir (landsliðsþjálfararnir) eru að leita að vel skilgreindri framherjatýpu. Þetta eru allt sterkir strákar sem að eiga að geta haldið bolta. Þá spyr maður sig hvort það sé betra að hafa fjóra mjög líka leikmenn eða eitt „wild card“ eins og Viðar.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira