Innlent

Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stór skjálfti hefur ekki mælst á Reykjanesskaga í rúman sólarhring. Ríflega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Stór skjálfti hefur ekki mælst á Reykjanesskaga í rúman sólarhring. Ríflega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Vísir/Vilhelm

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar.

Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur sem býst fastlega við að fólk sem býr nærri upptökum hafi sofið vært í nótt. Bæði er um að ræða færri skjálfta og minni. Þannig hefur enginn skjálfti yfir þremur að stærð mælst síðan í fyrrinótt þegar skjálfti upp á 3,1 mældist 5 km norður af Krýsuvík.

Þá hefur skjálftunum í heild fækkað. Frá miðnætti hafa rúmlega þrjú hundruð skjálftar mælst sem þykir lítil virkni miðað við aðrar nætur í yfirstandandi skjálftahrinu. Þó ber að taka fram að skjálftavirknin er enn óeðlilega mikil miðað við „venjulegan“ dag.

Skjálftavirknin er enn á sama svæði eða við Fagradalsfjall og Trölladyngju.

Elísabet segir aðspurð að það sé eðlilegt að hlé komi inn á milli í skjálftahrinu en það verði þó spennandi að sjá hvað komi út úr Vísindaráðsfundi almannavarna í dag; hvort það komi í ljós að kvika sé enn að flæða eða hvort þetta sé jafnvel búið í bili.


Tengdar fréttir

„Vonandi fáum við einhverja viðvörun“

BBC fjallar á vef sínum í dag um jarðskjálftahrinuna sem verið hefur viðvarandi á Reykjanesskaga síðastliðnar þrjár vikur. „Ísland skelfur vegna meira en 50 þúsund jarðskjálfta á þremur vikum“ er yfirskrift umfjöllunarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×